![]() |
|
![]() |
#1 |
Pagan Norseman
Регистрация: 12.1999
Проживание: Kongeriket Noreg
Сообщений: 1.942
Записей в дневнике: 1
Репутация: 17 | 6
|
![]()
18. Á PÓSTHÚSINU
Páll ætlar að senda bréf til útlanda og e.t.v. einnig pakka (böggla), ef hann hefur efni á því. Hann fer því niður á pósthús, gengur inn og snýr sér að stúlku, sem situr í einum afgreiðslubásnum. Páll: Góðan dag. Hvað kostar undir bréf til Danmerkur? Stúlkan: Fjörutíu og fimm (45) krónur í A-pósti. Það er með flugi. Við sendum öll bréf til útlanda flugleiðis. Páll: Þetta er fjári dýrt. Stúlkan: Viltu kannski senda þetta með B-pósti? Það er ódýrara. Það kostar 35 kr. Páll: Já, ég sendi það bara í B-pósti. Gjörðu svo vel, hérna eru fimmtíu krónur. Stúlkan: Takk. Þá færðu 15 kr. til baka. Páll: Mig langar að vita, hvað kostar undir pakka, líka til Danmerkur. Stúlkan: Það fer eftir því, hvort á að senda hann með flugi eða í skipspósti og eftir því hvað hann er þungur. Páll: Þeir eru tveir, alveg eins. Ég er hérna með þá. Viltu gjöra svo vel að vigta þá fyrir mig? Stúlkan: Sjálfsagt. - Við skulum sjá - tvö kíló hvor. Þá kostar það 771 kr. undir hvorn í flugi, en 847 í skipspósti. Páll: Það er ekkert annað! En hvað kostar undir ábyrgðarbréf til Danmerkur? Stúlkan: Tvö hundruð og tíu krónur (210 kr.) lágmarksgjald (fyrir 20 gr bréf). Páll: Nú, já. Takk fyrir. Stúlkan: Takk sömuleiðis. Skýringar pósthús, -s : post-office : почта, почтамт senda (S) : send : посылать, отправлять bréf, -s : letter : письмо útlönd ft. : foreign countries : зарубежные страны; til útlanda : abroad : за рубеж einnig : also : также, еще böggull, -uls, -lar : parcel : посылка pakki, -a, -ar : parcel : посылка efni ft. : means : здесь - средства; hafa efni á : afford : иметь средства на что-л., быть в состоянии ganga (S), g. inn : walk in : входить afgreiðslubás, -s, -ar : clerk's counter : конторка A-póstur : A-post - Air mail (Par avion) : авиапочта flugleiðis : by air : по воздуху fjári : confoundedly, darn(ed) etc. : чертовски, дьявольски (fjári = devil) dýr : expensive : здесь - дорогой B-póstur : B-post : экономная почта ódýr : cheap : недорогой, дешевый ódýrara : cheaper : дешевле til baka : back : назад, обратно fara eftir e-u (S) : depend on : зависеть от чего-л. skipspóstur : surface mail : наземная (вернее, морская) почта þungur : heavy : тяжелый eins : alike, 'the same' : так же, такой же, одинаковый vera með e-ð (S) : have : иметь при себе ("Они у меня с собой") vigta (S) : weigh : взвешивать kíló : kilo : килограмм það er ekkert annað! : (Oh dear) That much?! : Так много?! ábyrgðarbréf, -s : registered letter : заказное письмо hundrað : hundred : сто, сотня lágmarksgjald, -s : minimum charge : минимальный тариф gr = gramm : gram : грамм Последний раз редактировалось Ormrinn: 17.05.2004 в 13:47. |
Для отправления сообщений необходима Регистрация |
Тэги |
posthusinu, текст, 18-ый |
опции темы | |
|
Реклама | |
![]() |